Græna Reykjavík

Ég vil að allt höfuðborgarsvæðið verði gert að einu sveitarfélagi, Reykjavík.  Ég vil sjá nýjar áherslur í skipulagsmálum, sérstaklega er kemur að samgöngumálum.

Reykjavík verði græn borg, grænna bíla og strætisvagna. Þá horfi ég einkum til rafknúinna farartækja, því sá orkugjafi virðist ætla að verða ofaná, nú þegar sér fyrir endann á tímabili bensín-og dísilbíla.

Mér finnst eðlilegt og brýnt að borgaryfirvöld, rétt einsog samgönguyfirvöld á landsvísu, fari að koma sér að verki við að rafmagnsvæða umferðina á götunum. Við höfum ódýrt rafmagn á Íslandi, frá endurnýjanlegum orkugjöfum, því er alveg rakið að við dembum okkur í rafvæðingu bílaflotans, ekki seinna en strax !

Ennfremur vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga á Höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur staðið sig nokkuð vel á þessu sviði, en vegna hreppapólitíkur innan Hb-svæðisins eru lélegar tengingar milli sveitarfélaganna.  Sem dæmi vantar hjólastíg meðfram Hafnarfjarðarveginum, auðvitað ætti að vera fljótlegt og auðvelt að hjóla milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, svo ég nefni eitt dæmi. Heldur er enginn hjólastígur meðfram hinni nýju Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Mjóddarinnar í Reykjavík. 

Gamla pólitík Sjálfstæðisflokksins í þessum málum, þar sem samgönguskipulag miðaði að því að allir þyrftu að eiga bíl til að komast leiðar sinnar, er pólitík sem við ættum að kasta í ruslið.  Sú pólitík var pöntuð af bílabransanum og olíufélögunum. 

Íbúarnir, fólkið hefur þurft að þola meiri vegalengdir, hærri ferðakostnað, óhemju mikið af dýrum og ljótum umferðarmannvirkjum auk loft- og hávaðamengunar vegna þessa. Í öðrum orðum; ómanneksjulegra og óvistlegra umhverfis en nauðsynlegt er, lakari lífsgæða einfaldlega.

Ný pólitík á þessu sviði ætti að miða að Reykjavík sem grænni, hreinni, fallegri og vistlegri borg sem skemmtilegt og yndislegt er að eiga heima í.

Takk fyrir mig.


Stofnbrautir lesta og betri stætó

 

Lestakerfi

Ég á mér draum. Draum um fyrsta flokks, hljóðlátar og vistvænar rafmagnslestir á Höfuðborgarsvæðinu. Svona svipað framfaraskref og hitaveita og rafmagn á sínum tíma.

Prófið að loka augunum og sjá fyrir ykkur borg lausa við loftmengun. Versus ástandinu 2007. Fljótlega verður hér nefnilega meiri hagsæld á ný, með umferðarstíflum og eiturgufum frá risavöxnum bílaflota, nema við vendum kvæði okkar í kross.   

Leggjum stofnabrautakerfi rafmagns- eða segulsviflesta innan höfuðborgarsvæðisins. Hönnum það útfrá bestu þekkingu og tækni sem völ er á.  Tengjum íbúðar- og atvinnustarfemissvæði við lestakerfið með strætisvögnum, stórum sem smáum. 

Höfum lestirnar fagurgrænar og fallegar, svona til að undirstrika umhverfisvænleikann. Minnkum í leiðinni innflutning á olíu svo um munar og notum gjaldeyrinn okkar í viturlegri hluti.

Nýr borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur virðist hafa kjark til að fara nýjar leiðir, vonandi verða þetta ekki eingöngu orðin tóm hjá þeim.

Er eftir nokkru að bíða ?

 Strætó

Svo skiptir máli að bæta strætókerfi Höfuðborgarsvæðisins.  Best væri því samhliða, sameina öll sveitafélögin á svæðinu, í hámark tvö.  Laga þá í leiðinni vitleysur í vegakerfinu tilkomnar vegna hrepparígs.  Bæta gatnanet Höfuðborgarsvæðisins hið fyrsta, með eðlilegum vegtengingum milli sveitarfélaga, strætóstoppistöðvar og göngustíga að þeim þar sem slíkt vantar.

Eitt sjálfsagt skref væri að strætóvæða Rekjanesbrautina sem liggur frá Mjóddinni suður til Hafnarfjarðar.  Öll umferð strætófarþega á ekki að þurfa að liggja um Hlemm eða Lækjartorg í 101 Reykjavík; dýrt, heimskulegt og stelur tíma frá farþegum.

Vil stappa stálinu í stjórnmálmenn Stór-Reykjavíkur - þið getið þetta og ýmislegt annað finnið þið aðeins kjarkinn til þess !  Stjórnmál snúast ekki um að sigla alltaf lygnan sjó - heldur koma góðum málum áfram - þó það kosti stormasama umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum.

Framfarir, svo framtíðin verði björt.  Koma svo !

 


Auðlindalandið Ísland

Nokkrar hugleiðingar um veiðar á gulli hafsins og stjórnun á þeim:  Fiskveiðistjórnunarkerfi íslendinga er með þeim bestu í heimi, þó það sé ekki fullkomið. Þannig kerfi er hreinlega ekki hægt að hanna, alltaf verða einhverjir óánægðir, allir vilja eðlilega stærri skerf af dýrmætri auðlindinni sjálfir. 

Helstu gallar fiskveiðistefnu okkar þykja mér vera:  Of litlir möguleikar eru fyrir menn sem vilja veiða á litlum bátum og skipum, of mikil áhersla er á veiðar stórra togara. Ég vil stærri hlut kvótans til minni báta.  Þeirra veiðar fara betur með aflann, þ.e. fiskinn, hann verður verðmætari og jafnvel hægt að senda hann ferskan með flugi á veitingastaði jafnt vestanhafs sem austan, og fá toppverð fyrir hann. 

Einnig vil ég vekja athygli á hversu illa hin stóru togaratroll fara með hafsbotninn, hreinlega rúlla yfir hann svipað og skriðdrekar yfir blómstrandi akra á þurru landi.  Æskilegt að stöðva slíkt verklag togaraskipstjóra. 

Lokaorð mín eru varðandi ESB.  Með samstöðu sinni með Bretum og Hollendingum gegn okkur, að við skildum borga Icesave alveg í topp, voru þeir að reyna að hræða okkur inn í ESB. Hvers vegna ?  Einfalt, þeir vilja aðgang að fiskauðlindinni okkar....og öðrum auðlindum ! 

Við eigum stórkostlega möguleika til raforku-framleiðslu, ekki bara fallvötnin, heldur auk þess jarðvarmann sem nánast er óvirkjaður enn. Við eigum gjöfulustu fiskimið á norðurhveli jarðar, auk Norðmanna og Færeyinga, og nú er bæði Samfylking og Framsókn á harða hlaupum í átt til Brussel, því þeir skilja ekki betur.  Bankahrunið hefur gert þetta lið hrætt, og það heldur að hlýr og notalegur faðmur bíði þeirra í Brussel.  Kjánar, heimurinn er bara bissniss, ESB vill auðlindirnar okkar.

Evrópusinnar, aftur til veruleikans takk !


Fegurð Íslands

Guðdómleg forsjón færði mig svo á réttan stað á réttri stundu til að mæta kynþokkagyðju viskunnar,  sem með sínu tæra og óspillta hjartalagi snerti dýpstu strengi sálar minnar, og spilaði  á þá svo fagurt lag að Töfraflauta Mozarzts hefði fallið alveg í skuggann.

Í augum hennar fann ég  fullkomna samsvörun 

 speglar augna minna

blágrænir smaragðar djúprar visku og fegurðar

andlitsdrættir himneskrar fullkomnunar

sem veðurofsi og hreinleiki norðursins hafa skapað

saman með guði, á sérlega fallegum degi

 

Þessi fósturlandsins freyja rataði í fangið á mér á minu síðasta skralli á Fróni að sinni, líkt og blessun frá fósturjörðinni minni, fallegu sögueyjunni okkar í hinu stormasama Norður Atlantshafi.  Heimkynni hinna harðgeru og djúpvitru víkinga, og fegurstu fljóða jarðkringlunnar.


Um bloggið

Sigfús Austfjörð

Höfundur

Sigfús Austfjörð
Sigfús Austfjörð

Höfundur er áhugamaður um samgöngulausnir og borgarskipulag, og skammast útí hitt og þetta þegar þurfa þykir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • sumar 2008   2 008
  • sumar 2008   2 031
  • sumar 2008 165
  • sumar 2008 029
  • Jón Eggert athafnamaður með vélmennið PLEO
  • Bókahlaðborð heima hjá mér
  • Hinn íslenski Wallander (með reynslu frá Svíaríki):)
  • Ævintýraleg og stórbrotin fegurð við Íslands strendur
  • Reynisdrangar við Vík í Mýrdal
  • Gaman í Osló! 085

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband