Græna Reykjavík

Ég vil að allt höfuðborgarsvæðið verði gert að einu sveitarfélagi, Reykjavík.  Ég vil sjá nýjar áherslur í skipulagsmálum, sérstaklega er kemur að samgöngumálum.

Reykjavík verði græn borg, grænna bíla og strætisvagna. Þá horfi ég einkum til rafknúinna farartækja, því sá orkugjafi virðist ætla að verða ofaná, nú þegar sér fyrir endann á tímabili bensín-og dísilbíla.

Mér finnst eðlilegt og brýnt að borgaryfirvöld, rétt einsog samgönguyfirvöld á landsvísu, fari að koma sér að verki við að rafmagnsvæða umferðina á götunum. Við höfum ódýrt rafmagn á Íslandi, frá endurnýjanlegum orkugjöfum, því er alveg rakið að við dembum okkur í rafvæðingu bílaflotans, ekki seinna en strax !

Ennfremur vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga á Höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur staðið sig nokkuð vel á þessu sviði, en vegna hreppapólitíkur innan Hb-svæðisins eru lélegar tengingar milli sveitarfélaganna.  Sem dæmi vantar hjólastíg meðfram Hafnarfjarðarveginum, auðvitað ætti að vera fljótlegt og auðvelt að hjóla milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, svo ég nefni eitt dæmi. Heldur er enginn hjólastígur meðfram hinni nýju Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Mjóddarinnar í Reykjavík. 

Gamla pólitík Sjálfstæðisflokksins í þessum málum, þar sem samgönguskipulag miðaði að því að allir þyrftu að eiga bíl til að komast leiðar sinnar, er pólitík sem við ættum að kasta í ruslið.  Sú pólitík var pöntuð af bílabransanum og olíufélögunum. 

Íbúarnir, fólkið hefur þurft að þola meiri vegalengdir, hærri ferðakostnað, óhemju mikið af dýrum og ljótum umferðarmannvirkjum auk loft- og hávaðamengunar vegna þessa. Í öðrum orðum; ómanneksjulegra og óvistlegra umhverfis en nauðsynlegt er, lakari lífsgæða einfaldlega.

Ný pólitík á þessu sviði ætti að miða að Reykjavík sem grænni, hreinni, fallegri og vistlegri borg sem skemmtilegt og yndislegt er að eiga heima í.

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigfús Austfjörð

Höfundur

Sigfús Austfjörð
Sigfús Austfjörð

Höfundur er áhugamaður um samgöngulausnir og borgarskipulag, og skammast útí hitt og þetta þegar þurfa þykir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • sumar 2008   2 008
  • sumar 2008   2 031
  • sumar 2008 165
  • sumar 2008 029
  • Jón Eggert athafnamaður með vélmennið PLEO
  • Bókahlaðborð heima hjá mér
  • Hinn íslenski Wallander (með reynslu frá Svíaríki):)
  • Ævintýraleg og stórbrotin fegurð við Íslands strendur
  • Reynisdrangar við Vík í Mýrdal
  • Gaman í Osló! 085

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband