7.10.2010 | 06:41
Stofnbrautir lesta og betri stætó
Lestakerfi
Ég á mér draum. Draum um fyrsta flokks, hljóðlátar og vistvænar rafmagnslestir á Höfuðborgarsvæðinu. Svona svipað framfaraskref og hitaveita og rafmagn á sínum tíma.
Prófið að loka augunum og sjá fyrir ykkur borg lausa við loftmengun. Versus ástandinu 2007. Fljótlega verður hér nefnilega meiri hagsæld á ný, með umferðarstíflum og eiturgufum frá risavöxnum bílaflota, nema við vendum kvæði okkar í kross.
Leggjum stofnabrautakerfi rafmagns- eða segulsviflesta innan höfuðborgarsvæðisins. Hönnum það útfrá bestu þekkingu og tækni sem völ er á. Tengjum íbúðar- og atvinnustarfemissvæði við lestakerfið með strætisvögnum, stórum sem smáum.
Höfum lestirnar fagurgrænar og fallegar, svona til að undirstrika umhverfisvænleikann. Minnkum í leiðinni innflutning á olíu svo um munar og notum gjaldeyrinn okkar í viturlegri hluti.
Nýr borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur virðist hafa kjark til að fara nýjar leiðir, vonandi verða þetta ekki eingöngu orðin tóm hjá þeim.
Er eftir nokkru að bíða ?
Strætó
Svo skiptir máli að bæta strætókerfi Höfuðborgarsvæðisins. Best væri því samhliða, sameina öll sveitafélögin á svæðinu, í hámark tvö. Laga þá í leiðinni vitleysur í vegakerfinu tilkomnar vegna hrepparígs. Bæta gatnanet Höfuðborgarsvæðisins hið fyrsta, með eðlilegum vegtengingum milli sveitarfélaga, strætóstoppistöðvar og göngustíga að þeim þar sem slíkt vantar.
Eitt sjálfsagt skref væri að strætóvæða Rekjanesbrautina sem liggur frá Mjóddinni suður til Hafnarfjarðar. Öll umferð strætófarþega á ekki að þurfa að liggja um Hlemm eða Lækjartorg í 101 Reykjavík; dýrt, heimskulegt og stelur tíma frá farþegum.
Vil stappa stálinu í stjórnmálmenn Stór-Reykjavíkur - þið getið þetta og ýmislegt annað finnið þið aðeins kjarkinn til þess ! Stjórnmál snúast ekki um að sigla alltaf lygnan sjó - heldur koma góðum málum áfram - þó það kosti stormasama umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum.
Framfarir, svo framtíðin verði björt. Koma svo !
Um bloggið
Sigfús Austfjörð
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.